Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 20:45 Arnar Þór Viðarsson hefur fulla trú á að íslenska liðið geti gert betur á næstu mánuðum og árum. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. „Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með annað sætið. Tilfinningar mínar eru alltaf þær sömu eftir tapleiki, ég er ekki glaður og það mun aldrei breytast,“ sagði Arnar Þór í upphafi aðspurður hvernig sér liði. „Fyrri hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur, við fengum tvö til þrjú færi á okkur en ég taldi okkur vera loka þeim svæðum sem við vildum ágætlega. Við áttum þó erfitt með að halda í boltann. Síðari hálfleikur var mun betri og þegar 2-1 markið kom taldi ég leikinn vera hallast okkur í vil.“ „Við skoruðum gott mark og ef við hefðum haldið lengur út í stöðunni 1-1 hefði andstæðingurinn orðið stressaður. Eftir markið var staðan hins vegar erfið, sérstaklega eftir að við fengum rautt spjald,“ bætti hann við. Landsliðsþjálfarinn hristi svo bara höfuðið er hann var spurður hvort hann myndi fara til Rúmeníu að fá sér bjór. Varðandi riðilinn í heild „Við höfðum miklar væntingar. Við vildum keppa um annað sætið. Ég held samt að eftir allt sem hefur gengið á árið 2021 á Íslandi þá verðum við að viðurkenna að Norður-Makedónía var næstbesta lið riðilsins.“ „Maður sér að liðið var saman í 5-6 vikur vegna Evrópumótsins í sumar, það vinnur vel saman og er með góða leikmenn. Þeir hafa tekið sömu skref og við þurfum að taka í framtíðinni til að komast á þann stað sem Norður-Makedónía er á. Við munum reyna gera betur í næstu undankeppni.“ Um gulu spjöldin sem Ísak Bergmann fékk Ísak Bergmann í leiknum gegn Rúmeníu.EPA-EFE/Robert Ghement „Við skrifum það í reynslubankann að Ísak Bergmann (Jóhannesson) fái tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt. Við sögðum honum inn í klefa að hann á fullan rétt á að gera mistök eins og allir aðrir. Það eru þessi mistök sem munu gera þessa stráka að enn betri leikmönnum á næstu mánuðum og árum.“ „Svona hlutir gerast í leikjum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem var ekki á vellinum en spennan og stemmningin á vellinum var að sjálfsögðu mikil. Þeir voru að spila upp á annað sætið og sæti í umspili. Það eru svona leikir sem strákarnir læra mest á og fá mesta reynsluna úr.“ „Ég ætla ekki að tjá mig um þessi tvö spjöld og hvort þau hafi verið gul eða ekki. Það sem skiptir mestu máli er að strákarnir þora að gera mistök og læra af þeim.“ Um fyrsta markið „Það er ómögulegt fyrir Elías Rafn (Ólafsson) að verja fyrsta markið. Þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik og mark dæmt af vegna rangstöðu. Færin tvö sem þeir fá voru nákvæmlega þeir hlutir sem við vorum búnir að tala um og æfa fyrir leikinn.“ „Við náum ekki að koma í veg fyrir „overload“ á vinstri vængnum nægilega vel, það er hlaupið á bakvið Stefán Teit (Þórðarson) og svo þrumar hann (Ezgjan Alioski) boltanum úr mjög þröngu færi í stöngina og inn. Það hátt að það er nánast ómögulegt fyrir markmann að verja þetta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
„Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með annað sætið. Tilfinningar mínar eru alltaf þær sömu eftir tapleiki, ég er ekki glaður og það mun aldrei breytast,“ sagði Arnar Þór í upphafi aðspurður hvernig sér liði. „Fyrri hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur, við fengum tvö til þrjú færi á okkur en ég taldi okkur vera loka þeim svæðum sem við vildum ágætlega. Við áttum þó erfitt með að halda í boltann. Síðari hálfleikur var mun betri og þegar 2-1 markið kom taldi ég leikinn vera hallast okkur í vil.“ „Við skoruðum gott mark og ef við hefðum haldið lengur út í stöðunni 1-1 hefði andstæðingurinn orðið stressaður. Eftir markið var staðan hins vegar erfið, sérstaklega eftir að við fengum rautt spjald,“ bætti hann við. Landsliðsþjálfarinn hristi svo bara höfuðið er hann var spurður hvort hann myndi fara til Rúmeníu að fá sér bjór. Varðandi riðilinn í heild „Við höfðum miklar væntingar. Við vildum keppa um annað sætið. Ég held samt að eftir allt sem hefur gengið á árið 2021 á Íslandi þá verðum við að viðurkenna að Norður-Makedónía var næstbesta lið riðilsins.“ „Maður sér að liðið var saman í 5-6 vikur vegna Evrópumótsins í sumar, það vinnur vel saman og er með góða leikmenn. Þeir hafa tekið sömu skref og við þurfum að taka í framtíðinni til að komast á þann stað sem Norður-Makedónía er á. Við munum reyna gera betur í næstu undankeppni.“ Um gulu spjöldin sem Ísak Bergmann fékk Ísak Bergmann í leiknum gegn Rúmeníu.EPA-EFE/Robert Ghement „Við skrifum það í reynslubankann að Ísak Bergmann (Jóhannesson) fái tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt. Við sögðum honum inn í klefa að hann á fullan rétt á að gera mistök eins og allir aðrir. Það eru þessi mistök sem munu gera þessa stráka að enn betri leikmönnum á næstu mánuðum og árum.“ „Svona hlutir gerast í leikjum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem var ekki á vellinum en spennan og stemmningin á vellinum var að sjálfsögðu mikil. Þeir voru að spila upp á annað sætið og sæti í umspili. Það eru svona leikir sem strákarnir læra mest á og fá mesta reynsluna úr.“ „Ég ætla ekki að tjá mig um þessi tvö spjöld og hvort þau hafi verið gul eða ekki. Það sem skiptir mestu máli er að strákarnir þora að gera mistök og læra af þeim.“ Um fyrsta markið „Það er ómögulegt fyrir Elías Rafn (Ólafsson) að verja fyrsta markið. Þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik og mark dæmt af vegna rangstöðu. Færin tvö sem þeir fá voru nákvæmlega þeir hlutir sem við vorum búnir að tala um og æfa fyrir leikinn.“ „Við náum ekki að koma í veg fyrir „overload“ á vinstri vængnum nægilega vel, það er hlaupið á bakvið Stefán Teit (Þórðarson) og svo þrumar hann (Ezgjan Alioski) boltanum úr mjög þröngu færi í stöngina og inn. Það hátt að það er nánast ómögulegt fyrir markmann að verja þetta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00
Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30
Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti