Fótbolti

Þriðja jafnteflið í röð hjá Maríu og Manchester

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
María Þórisdóttir lék allan leikinn í dag.
María Þórisdóttir lék allan leikinn í dag. Charlotte Tattersall/Getty Images

María Þórisdóttir og stöllur hennar í Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Everton í ensku úrvalsdeild kvenna í dag. Þetta var þriðja jafntefli liðsins í röð.

Fyrsta mark leiksins skoraði Ella Toone strax á tíundu mínútu eftir stosendingu frá Martha Thomas.

Manchester United fór með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka jafnaði varamaðurinn Simone Magill metin fyrir heimakonur og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Manchester United hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu en situr í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki.

Everton situr í níunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir jafn marga leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×