Enski boltinn

Totten­ham fyrst liða til að ná stigi af Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vivianne Miedema jafnaði metin fyrir Arsenal í blálokin.
Vivianne Miedema jafnaði metin fyrir Arsenal í blálokin. Justin Setterfield/Getty Images

Tottenham Hotspur var hársbreidd frá því að verða fyrsta liðið til að næla í sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu nú í dag. Lokatölur 1-1 en jöfnunarmark Arsenal kom í uppbótartíma.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom gamla brýnið Rachel Williams Tottenham yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Staðan orðin 1-0 og Skytturnar með bakið upp við vegg.

Það stefndi í fyrsta tap Arsenal í deildinni en staðan var enn 1-0 er venjulegum leiktíma var lokið. Þegar komið var tvær mínútur fram yfir jafnaði hollenska markadrottningin Vivianne Miedema metin, staðan orðin 1-1 og þar við sat.

Arsenal er á toppi deildarinnar með 19 stig að loknum sjö umferðum á meðan Tottenham er í 3. sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×