Fótbolti

Ingi­björg spilaði er Vålerenga vann | Gló­dís Perla sat á bekknum er Bayern tapaði toppslagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg spilaði allan leikinn með Vålerenga í dag.
Ingibjörg spilaði allan leikinn með Vålerenga í dag. Twitter/@nff_info

Bayern München tapaði 1-0 gegn Wolfsburg í toppslag þýsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu í dag. Í Noregi endaði Vålerenga deildarkeppnina á sigri.

Hollenska landsliðskonan Jill Roord skoraði eina markið í 1-0 útisigri á Bayern München í leik þar sem toppsætið í Þýskalandi var undir. Glódís Perla Viggósdóttir sat á varamannabekk Bæjara en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni.

Sigurinn lyftir Wolfsburg á toppinn með 19 stig að loknum 8 umferðum. Þar á eftir koma Bayern með 18 stig líkt og Eintracht Frankfurt.

Vålerenga vann 3-1 útisigur á Klepp í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Ingibjörg Sigurðardóttir stóð vaktina í hjarta varnarinnar. Amanda Andradóttir kom inn af bekknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Vålerenga endaði í 4. sæti deildarinnar með 35 stig. Nú fer af stað úrslitakeppni með efstu fjórum liðum deildarinnar en Vålerenga er sem stendur 15 stigum á eftir toppliði Sandviken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×