Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 13:15 Birkir Bjarnason hefur leikið 104 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Engnn hefur leikið fleiri. Vísir/Vilhelm Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31