Innlent

Skjálfti að stærð 3,6 við Bárðarbungu

Eiður Þór Árnason skrifar
Vatnajökull með Bárðarbungu.
Vatnajökull með Bárðarbungu. Wikimedia Commons/TommyBee

Þrír jarðskjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni á fjórða tímanum í dag. Mældist sá stærsti 3,6 að stærð klukkan 15:35, sjö kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Engin merki eru um óróa eða óeðlilega virkni á svæðinu.

Hinir tveir voru 3,3 og 2,8 að stærð. Að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands sjást reglulega myndarlegir skjálftar á þessu svæði og til að mynda hafi skjálfti að stærð 3,9 mælst þann 6. nóvember síðastliðinn. Bárðarbunga er ein af sjö megineldstöðvum sem leynast undir Vatnajökli.

Staðsetning skjálftanna.Veðurstofa Íslands

Auk skjálftanna við Bárðarbungu var skjálfti að stærð 3,2 um 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 05:06 í morgun. Skjálftinn fannst meðal annars upp í Borgarfjörð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.