Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skorar á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögn sýni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar. „En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
„En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25
„Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56