Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 14:42 Trump með Pence þegar allt lék í lyndi. Vísir/EPA Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira