Innlent

Skjálfti 3,2 að stærð við Keili

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð um klukkan 5:06 í morgun.
Skjálftinn varð um klukkan 5:06 í morgun. Vísir/Vilhelm

Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í nótt samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn var 3,2 stig í grennd við Keili á Reykjanesi og því væntanlega ótengdur stóra skjálftanum sem reið yfir Suðurlandi í gær.

Skjálftinn varð klukkan 5:06 í morgun og voru upptök hans um 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. 

Á Suðurlandi hefur jörð þó enn hreyfst og nokkrir skjálftar hafa mælst þar yfir tvö stig að stærð.

Sá stærsti kom rétt fyrir klukkan sex í morgun og mældist 2,7 stig. Annar litlu minni, eða 2,6 stig reið síðan yfir um tíu mínútur fyrir tvö í nótt. 

Báðir voru þeir í grennd við Vatnafjöll, eins og stóri skjálftinn í gær sem var 5,2 stig.


Tengdar fréttir

Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu

„Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum.

Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×