Sverrir í Selsundi: „Allt öðruvísi en í skjálftanum 1987“ Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2021 14:51 Sverrir Haraldsson er 94 ára og hefur búið í Selsundi í rúm sjötíu ár, en bærinn er líklegast sá sem næstur er Vatnafjöllum þar sem upptök skjálftans voru í dag. Vísir/Einar Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, segir skjálftann sem varð á öðrum tímanum í dag hafa verið allt öðruvísi en stóri skjálftinn reið yfir í Vatnafjöllum árið 1987. Hann segir að nú hafi fundist titringur en engir munir farið úr hillum. Í skjálftanum 1987 hafi hins vegar dunið á með bylgjum og þá hafi talsverð mikið af munum farið í gólfið. Sverrir er 94 ára og hefur búið í Selsundi í rúm sjötíu ár, en bærinn er líklegast sá sem næstur er Vatnafjöllum þar sem upptök skjálftans voru í dag. Hann þekkir því svæðið betur en margir aðrir. „Ég þekki það af reynslu,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Bærinn Selsund er merkt inn á kortið. Þar má einnig sjá Heklu og Vatnafjöll.Map.is „Við stóðum tveir hérna í forstofunni nú fundum mikinn titring. Þetta var allt öðruvísi en í skjálftanum 1987. Nú fann maður mikinn titring en þá komu bylgjukippir og hlutir hrundu í gólfið. Þannig var það ekki núna,“ segir Sverrir. Skjálftinn í dag var af stærðinni 5,2 og reið yfir klukkan 13:21. Hann fannst vel á nær öllu suðvesturhorni landsins, en hann átti upptök sín um 1,9 kílómetra suðvestur af Vatnafjöllum sem eru rétt suður af Heklu. Nokkrir eftirskjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið. Skálftinn sem varð 25. maí 1987 mældist 5,8 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Hekla Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 24. september 2020 21:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Hann segir að nú hafi fundist titringur en engir munir farið úr hillum. Í skjálftanum 1987 hafi hins vegar dunið á með bylgjum og þá hafi talsverð mikið af munum farið í gólfið. Sverrir er 94 ára og hefur búið í Selsundi í rúm sjötíu ár, en bærinn er líklegast sá sem næstur er Vatnafjöllum þar sem upptök skjálftans voru í dag. Hann þekkir því svæðið betur en margir aðrir. „Ég þekki það af reynslu,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Bærinn Selsund er merkt inn á kortið. Þar má einnig sjá Heklu og Vatnafjöll.Map.is „Við stóðum tveir hérna í forstofunni nú fundum mikinn titring. Þetta var allt öðruvísi en í skjálftanum 1987. Nú fann maður mikinn titring en þá komu bylgjukippir og hlutir hrundu í gólfið. Þannig var það ekki núna,“ segir Sverrir. Skjálftinn í dag var af stærðinni 5,2 og reið yfir klukkan 13:21. Hann fannst vel á nær öllu suðvesturhorni landsins, en hann átti upptök sín um 1,9 kílómetra suðvestur af Vatnafjöllum sem eru rétt suður af Heklu. Nokkrir eftirskjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið. Skálftinn sem varð 25. maí 1987 mældist 5,8 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Hekla Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 24. september 2020 21:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29
Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 24. september 2020 21:29