Innlent

Greindist smitaður á heila- og taugaskurðdeildinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Heila- og taugaskurðdeildin er í Fossvogi.
Heila- og taugaskurðdeildin er í Fossvogi. Vísir/Vilhelm.

Sjúklingur á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í dag.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans þar sem segir að tekin verða sýni hjá öllum sjúklingum og starfsmönnum dildarinnar, rakning standi yfir.

Sjúklingurinn var færður á smitsjúkdómadeild og stofufélagi hans settur í sóttkví. Aðrir sjúklingar eru í úrvinnslusóttkví.

Sextán sjúklingar liggja inn í á Landspítalanum með Covid samkvæmt upplýsingum sem spítalinn birti í morgun, þar af þrír í gjörgæslu á öndunarvél.

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á siglingu hér á landi undanfarna daga og vikur. 1.508 manns eru nú undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar ig hefur sú tala aldrei verið hærri.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði þar sem hann leggur til hertar aðgerðir til að stemma í stigu við vöxt faraldursins. Ákvörðun um hvort að gripið verður til herta aðgerða verður tekin á ríkisstjórnarfundi á morgun, þar sem minnisblað Þórólfs verður tekið fyrir.


Tengdar fréttir

Kári segir far­aldurinn farinn gjör­sam­lega úr böndunum

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint.

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 

Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði

Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.