Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 11:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira