Íslenski boltinn

Valur gerir starfs­loka­samning við Hannes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val.
Hannes Þór Halldórsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. vísir/Hulda Margrét

Valur hefur gert starfslokasamning við Hannes Þór Halldórsson. Þetta herma heimildir íþróttadeildar.

Mál Hannesar hafa verið í lausu lofti eftir að síðasta tímabili lauk. Valur samdi þá við hollenska markvörðinn Guy Smit. Hannes sagðist ekki ná í neinn hjá Val og sagði jafnframt að Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, vildi losna við hann.

Hannes, sem er 37 ára, lék með Val á árunum 2019-21. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2020. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Val.

Valsmenn enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.