Erlent

Boeing kemst að sam­komu­lagi við fjöl­skyldur fórnar­lamba flug­slyssins í Eþíópíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá slysstað í mars 2019.
Frá slysstað í mars 2019. Jemal Countess/Getty Images)

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019.

Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa í mars 2019.

Samkvæmt samkomulaginu viðurkennir Boeing að bera ábyrgð á dauða þeirra sem létust í flugslysinu en á móti munu fjölskyldurnar ekki sækjast eftir svokölluðum refsikenndum skaðabótum (e. punitive damages) frá Boeing.

Fjölskyldurnar munu geta sóst eftir bótum frá Boeing og samkvæmt samkomulaginu munu þau mál fara í gegnum bandaríska dómskerfið, en ekki dómskerfin í heimaríkjum þeirra sem létust. Er þetta talið einfalda flækjustigið fyrir fjölskyldurnar, auk þess sem að þær geta þá sótt hærri bætur en ella að því er fram kemur í frétt BBC.

Mark Pegram, faðir Son Pegram sem lést í slysinu, segir að samkomulagið sé mikill áfangi því að með því viðurkenni Boeing að það beri ábyrgð á flugslysinu og geti ekki varpað henni á flugmenn vélarinnar eða Ethiopian Airlines.

Sérfræðingar telka að með samkomlaginu sé líklegt að yfirmenn hjá Boeing komist hjá því að svara fyrir flugslysið í dómsal. Með því sættist Boeing þó á að greiða fullar skaðabætur

737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþiópíu en nokkru áður hafði sams konar flugvél Lion Air í Indónesíu hrapað til jarðar. Flugvélarnar eru aftur komnar í loftið eftir mikla yfirferð flugmálayfirvalda á öryggi þeirra.


Tengdar fréttir

Boeing greiðir bætur til aðstandenda

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.