Innlent

„Stærsta kvenna­stétt á Ís­landi hafnar konum, aftur og aftur og aftur“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Þá er þessum kafla lokið. Ég tapaði,“ segir Hanna á Facebook. „Auðvitað er ég aum, súr og spæld en ég verð fljót að jafna mig. En ég er líka hugsi.“
„Þá er þessum kafla lokið. Ég tapaði,“ segir Hanna á Facebook. „Auðvitað er ég aum, súr og spæld en ég verð fljót að jafna mig. En ég er líka hugsi.“ Vísir/Vilhelm

„Stærsta kvennastétt á Íslandi hafnar konum, aftur og aftur og aftur. Einkum og sér í lagi femíniskri konu. Þar sem ég er helst þekkt fyrir jafnréttisstarf mitt í skólakerfinu, þá hef ég áhyggjur.“

Þetta segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, ein fjögurra frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands. Hanna Björg hlaut 16,22 prósent atkvæða en Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, var kjörinn formaður með 41,61 prósent atkvæða.

„Ég hef sagt og segi enn, skólakerfið er annað hvort hluti af vandanum eða lausninni. Það verður aldrei jafnrétti á Íslandi ef skólakerfið er ekki virkur aðili í þeirri vegferð. Hverjar eru horfurnar? Sú staðreynd að ég er umdeild vegna jafnréttisvinnu minnar – segir okkur að jafnréttishugsjónin er umdeild og hvernig komumst við þá áfram?“ spyr Hanna á Facebook.

Hin konan í framboði, Anna María Gunnarsdóttir, hlaut 32,51 prósent atkvæða en hinn karlinn, Heimir Eyvindsson, 8,27 prósent atkvæða.

„Við kennara vil ég segja, ég vona að niðurstaða kosninganna sé ekki vísbending um viðhorf ykkar til innleiðingar jafnréttishugsjónarinnar í skólakerfið,“ segir Hanna Björg. „Við ykkur hin vil ég segja – við eigum enn langt í jafnréttislandið og paradísina.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×