Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:06 Magnús Þór Jónsson tekur við embætti formanns Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári. Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan. Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34