Anna María Gunnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindsson og Magnús Þór Jónsson.
Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.
Félagsmenn Kennarasambandsins greiða atkvæði í rafrænni kosningu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi.
Þau sem buðu sig fram til formennsku í félaginu eru:
Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla
Heimir Eyvindsson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla.
Formannsskipti fara fram á áttunda þingi KÍ sem haldið verður í apríl á næsta ári, að því er segir í tilkynningu á vef Kennarabandsins.
Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994.
Heimir Eyvindarson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, hefur boðið fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands. Heimir tilkynnti þetta bréfleiðis til framboðsnefndar KÍ í gærkvöld að því er fram kemur á vef sambandsins.
Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, gefur kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Anna María tilkynnti þetta á Facebook í gærkvöld.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.