Fótbolti

Mo Salah og Benzema báðir á toppnum á báðum listum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema og Mohamed Salah í Meistaradeildarleik Liverpool og Real Madrid.
Karim Benzema og Mohamed Salah í Meistaradeildarleik Liverpool og Real Madrid. Getty/David S. Bustamante

Framherjarnir Mohamed Salah og Karim Benzema hafa verið í miklum ham með liðum sínum í byrjun tímabilsins og þá skiptir engu hvort það er að skora sjálfir eða leggja upp fyrir liðsfélagana.

Nú er komið landsleikjahlé og bæði Salah og Benzema eru efstir á báðum markalistum samkvæmt tölfræði B/R Football, það er hafa skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar í sinni deild.

Mohamed Salah er með 10 mörk og 7 stoðsendingar í ellefu leikjum með Liverpool en hann hefur skorað þremur mörkum meira en næstmarkahæsti maðurinn sem er Jamie Vardy hjá Leicester.

Mohamed Salah komst upp að hlið Paul Pogba á stoðsendingalistanum þegar hann gaf sína sjöundu stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Pogba gaf fjórar stoðsendingar í fyrsta leik og allar sjö stoðsendingar sínar í fyrstu fjórum leikjunum. Hann hefur ekki átt stoðsendingu síðan 11. september eða í sjö síðustu deildarleikjum Manchester United.

Karim Benzema er með 10 mörk og 7 stoðsendingar í ellefu leikjum með Real Madrid í spænsku deildinni en hann er einn efstur á báðum listum.

Benzema hefur skorað þremur mörkum meira en næstu menn sem eru Vinícius Júnior hjá Real Madrid, Raúl de Tomás hjá Espanyol og Luis Suárez hjá Atletico Madrid.

Það má sjá þessa lista hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.