Erlent

Tókst að bjarga manni úr djúpum helli eftir tvo daga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Maðurinn var reyndur hellaskoðunarmaður en hrasaði og braut nokkur bein.
Maðurinn var reyndur hellaskoðunarmaður en hrasaði og braut nokkur bein.

Björgunarsveitum tókst í gærkvöldi að bjarga manni úr djúpum helli í Wales þar sem hann hafði legið slasaður á um 300 metra dýpi í rúma tvo daga.

Málið hafði vakið mikla athygli í Wales og brutust út mikil fagnaðarlæti við hellismunann þegar maðurinn leit loks dagsins ljós á nýjan leik. 

Maðurinn, sem er reyndur hellaskoðunarmaður, festist í hellinum á laugardag eftir að hann hafði hrasað og brotið bein í andliti og fæti og skaddast á hrygg. 

Um 240 manns komu að björgun mannsins en hellakerfið sem um ræðir er eitt það stærsta á Bretlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.