Innlent

Formannskjör Kennarasambands Íslands framlengt vegna bilunar

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Fjögur gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands.
Fjögur gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Formannskjör Kennarasambands Íslands hefur verið framlengt en til stóð að atkvæðagreiðslu myndi ljúka klukkan 14 í dag. Vegna bilunar í kerfinu ákvað kjörstjórn sambandsins að framlengja frestinn til að kjósa um einn sólarhring og geta félagsmenn því greitt atkvæði til klukkan 14 á morgun, þriðjudag.

Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands sneri bilunin að því að félagsmenn áttu erfitt með að komast inn á Mínar síður og því ákvað kjörstjórn KÍ í dag að lengja tímann sem félagsmenn geta kosið. 

Kosningakerfið er nú komið í lag en áfram má gera ráð fyrir að kerfið virki hægt. Er því beint til félagsmanna sem gengur illa að greiða atkvæði að reyna aftur síðar.

Fjögur eru í framboði til formanns KÍ en Ragnar Þór Pétursson, núverandi formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri. Atkvæðagreiðsla hófst síðastliðinn þriðjudag og á hádegi í dag var kjörsókn 48,45 prósent.


Tengdar fréttir

For­­manns­efni kennara segja kulnun mikil­vægasta verk­efnið

Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag.

Fjögur í fram­boði til formanns Kennara­sam­bandsins

Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×