Erlent

Ekki fleiri inni­liggjandi vegna Co­vid-19 í Noregi síðan í apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist í Noregi sem víðast hvar annars staðar í Evrópu á síðustu dögum.
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist í Noregi sem víðast hvar annars staðar í Evrópu á síðustu dögum. Getty

Tæplega tvö hundruð manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsum í Noregi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn ekki verið hærri síðan í apríl.

Í frétt VG segir að fjöldi inniliggjandi hafi nærri tvöfaldast á síðustu tveimur vikum og hefur þeim fjölgað um 25 síðan á föstudag.

Í nýjum tölum frá norkum heilbrigðisyfirvöldum segir að af þeim 198 sem nú eru inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 eru 49 á gjörgæslu og 21 er í öndunarvél.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.