Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 19:00 Vel gengur í viðræðum stjórnarflokkanna þriggja, að sögn forsætisráðherra. Verkaskipting hefur ekki verið rædd. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.” Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.”
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira