Ragnheiður Högnadóttir var kjörin formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ á fundi stjórnarinnar í gær.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá UMFÍ, en þetta var fyrsti fundurinn eftir sambandsþing UMFÍ þar sem ný stjórn var kosin.
Á fundinum í gær var Gunnar Þór Gestsson jafnframt kjörinn varaformaður UMFÍ og tekur hann við af Jóhanni Steinari Ingimundarsyni sem tók við sem formaður í síðasta mánuði.
Guðmundur Sigurbergsson var endurkjörinn gjaldkeri stjórnar og Sigurður Óskar Jónsson sem ritari.