Innlent

Ragn­heiður kjörin for­maður fram­kvæmda­stjórnar UMFÍ

Þorgils Jónsson skrifar
Ragnheiður Högnadóttir, nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, ásamt formanni og framkvæmdastjóra samtakanna.
Ragnheiður Högnadóttir, nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, ásamt formanni og framkvæmdastjóra samtakanna. Mynd/UMFÍ

Ragnheiður Högnadóttir var kjörin formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ á fundi stjórnarinnar í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UMFÍ, en þetta var fyrsti fundurinn eftir sambandsþing UMFÍ þar sem ný stjórn var kosin.

Á fundinum í gær var Gunnar Þór Gestsson jafnframt kjörinn varaformaður UMFÍ og tekur hann við af Jóhanni Steinari Ingimundarsyni sem tók við sem formaður í síðasta mánuði.

Guðmundur Sigurbergsson var endurkjörinn gjaldkeri stjórnar og Sigurður Óskar Jónsson sem ritari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.