Erlent

Fannst nakinn inni í vegg á karla­klósetti

Þorgils Jónsson skrifar
Maðurinn hafði komið sér í sjálfheldu í vegg á karlaklósetti, en var bjargað út án teljandi meiðsla.
Maðurinn hafði komið sér í sjálfheldu í vegg á karlaklósetti, en var bjargað út án teljandi meiðsla. Af Facebooksíðu Slökkviliðsins í Syracuse

Slökkviðið í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum lenti í einkennilegu útkalli á föstudag þar sem þeir þurftu að bjarga nöktum manni út úr vegg í leikhúsi þar í borg.

Slökkviliðið var kallað á vettvang þar sem starfsfólk Landmark Theatre heyrði barið á veggi en fundu ekki upptök hljóðsins.

Borað var gat í vegginn og myndavél rennt inn til að haf uppá manninum sem fannst loks í millivegg á karlaklósetti. Þaðan brutu þeir sér leið að manninum sem var, sem fyrr segir, nakinn, en að því er virtist ómeiddur og þjáðist líklega af vökvaskorti. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Fátt er vitað um tildrög málsins, en maðurinn hafi sést á gangi í húsinu tveimur dögum áður. Hann hefur líka komist inn á milli lofta og verið þar um tíma, en svo fallið niður í vegginn þar sem hann sat fastur.

Í frétt New York Post segir að maðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir glæp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×