70 dæmdir í gríðarlega umfangsmiklum réttarhöldum gegn Ndrangheta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 21:52 Réttarhöldin eru þau umfangsmestu í sögu Ítalíu. epa/Salvatore Monteverde Sjötíu meðlimir Ndrangheta, valdamestu og auðugustu glæpasamtaka Ítalíu, voru fundir sekir í umfangsmestu réttarhöldum sem um getur í sögu landsins. 355 bíða enn niðurstöðu í málum sínum en þeir sem voru dæmdir í dag höfðu samþykkt hraðari málsmeðferð gegn því að fá þriðjung mögulegs dóms niðurfelldan. Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian. Ítalía Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian.
Ítalía Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira