Fótbolti

Valskonur sækja liðsstyrk í Árbæinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjasti leikmaður Vals.
Nýjasti leikmaður Vals. Vísir/Bára Dröfn

Íslandsmeistarar Vals hafa samið við tvær af bestu leikmönnum Fylkis undanfarin ár.

Þær Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir eru gengnar til liðs við Val eftir að hafa fallið með Fylki úr Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð.

Þórdís Elva hefur verið ein af burðarásunum í liði Fylkis undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa komið til félagsins frá uppeldisfélagi sínu, Haukum. Þórdís er 21 árs gömul og á sjö landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Bryndís er uppalin í Árbænum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 43 leiki í efstu deild en Bryndís er átján ára gömul og hefur skorað átján mörk í efstu deild.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.