Erlent

Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tón­listar­há­­tíð Tra­vis Scott

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Travis Scott spilaði á hátíðinni í gærkvöldi.
Travis Scott spilaði á hátíðinni í gærkvöldi. AP/AMY HARRIS

Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 

Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir. 

„Mannmergðin fór að þrýsta sér  í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston. 

Uppselt er á hátíðina og var mannmergðin rosaleg í gær.Getty/Omar Vega

Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið. 

Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter.

Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum.  

Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.