Innlent

Sjö líkams­á­rásir til­kynntar til lög­reglu síðasta hálfa sólar­hringinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir lögreglumenn þurftu að leita á slysadeild í nótt eftir að hafa verið bitnir við störf sín.
Tveir lögreglumenn þurftu að leita á slysadeild í nótt eftir að hafa verið bitnir við störf sín. Vísir/Vilhelm

Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu síðasta hálfa sólarhringinn. Talsvert minna var um að vera í miðbænum í gærkvöldi en síðustu helgar en þó nokkur erill hjá lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Tíu voru vistaðir í fangaklefum lögreglu í nótt og sinnti lögregla sjö líkamsárásarmálum frá klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun.

Karlmaður var handtekinn eftir að hafa sýnt af sér óæskilega hegðun við íþróttasvæðið í Laugardanum. Var hann ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar runnið er af honum. 

Kona var handtekin fyrir líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þá voru tveir karlmenn handteknir í aðskildum málum þar sem þeir voru að stofna til slagsmála í miðbænum og neituðu svo að segja til nafns þegar lögregla hafði af þeim afskipti. Eiga þeir von á að vera kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt. 

Síðasta hálfa sólarhriginn voru jafnframt sex handteknir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Tveir lögreglumenn fóru á slysadeild til skoðunar eftir að hafa verið bitnir þegar þeir voru við störf. Þá sinnti lögregla barnaverndarmálum, kynferðisbrotum, umferðaróhöppum, þjófnuðum og hefðbundnum umferðarmálum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.