Innlent

Dýra­læknar harma lausa­göngu­bann á ketti nyrðra

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Dýralæknar eru ósáttir við ákvörðun Akureyrarbæjar að banna lausagöngu katta í bænum.
Dýralæknar eru ósáttir við ákvörðun Akureyrarbæjar að banna lausagöngu katta í bænum. Vísir/Getty

Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 

Bára Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins, sagði í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag að ákvörðunin hafi verið afar illa undirbúin og ekki hægt að sjá að það hafi verið leitað til fagaðila.

Bára segir skiljanlegt að það séu skiptar skoðanir um lausagöngu katta en það hefði ýmislegt verið hægt að gera í staðinn fyrir að banna lausagöngu alfarið, til að mynda með því að loka þá inni á nóttinni. 

Þá segir hún að eðlilegast hefði verið að leyfa þeim köttum sem nú eru úti að vera það áfram út sitt lífsskeið. Það er þó ekki þannig sem samþykkt bæjarins hljómar heldur er miðað við að bannið taki gildi fyrir alla árið 2025.


Tengdar fréttir

Lausa­ganga katta bönnuð á Akur­eyri

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×