Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 08:28 Fjölmargir norðlenskir kettir harma eflaust þessa niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35
Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14