Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 08:28 Fjölmargir norðlenskir kettir harma eflaust þessa niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35
Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14