Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki gefið kost á sér í síðustu tvö verkefni landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira