Alfreð og Jóhann aftur í landsliðið þegar þeir verða „hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 13:43 Alfreð Finnbogason er orðinn þreyttur á að meiðsli trufli frammistöðu hans og ætlar að bíða með að snúa aftur í landsliðið. vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason vilja koma skrokknum í betra lag áður en þeir mæta aftur í landsleiki. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira