Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/VIlhelm Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira