„Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni“ Þorgils Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 21:30 Viðmælendur fréttastofu á Akranesi segjast skilja að þar þurfi að herða á ráðstöfnunum vegna Covid-bylgju þar í bæ. Mynd/Stöð2 Skagamenn og -konur virðast taka sprengingu í Covid-tilfellum í bænum með stóískri ró og æðruleysi ef marka má bæjarbúa sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51