Innlent

Karl­maður á fer­tugs­aldri lést í um­ferðar­slysi í Kjós í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð við Félagsgarð í Kjós.
Slysið varð við Félagsgarð í Kjós.

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi síðdegis í gær.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að hinn látni hafi verið farþegi í bíl , sem hafnaði utan vegar á móts við Félagsgarð í Kjós. 

Ökumaður bílsins slasaðist alvarlega og er á gjörgæsludeild Landspítalans. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.03, en hálka var á vettvangi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.

Slysið var til móts við Félagsgarð í Kjós.map.is

Tengdar fréttir

Alvarlegt bílslys í hálku í Kjós

Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir eftir að bíll þeirra lenti utan vegar í hálku við Félagsgarð í Kjós um klukkan fjögur síðdegis í dag. Þeir voru fluttir á slysadeild og er aðgerðum viðbragðsaðila á vettvangi lokið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.