Erfiðasta afbrigðið til þessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 11:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51
Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57