Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:57 Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og á hættustig eftir að einn lagðist inn á gjörgæslu smitaður af Covid-19. Sá er í öndunarvél. Vísir/Tryggvi Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48
91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57