Erfiðasta afbrigðið til þessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 11:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51
Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57