Demókratinn hélt velli í New Jersey Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 23:42 Phil Murphy var naumlega endurkjörinn ríkisstjóri New Jersey. Mark Makela/Getty Images Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. Kosningarnar fóru fram í gær, en svo mjótt var á munum að hann var ekki lýstur sigurvegari fyrr en í kvöld, þegar um 90% atkvæða höfðu verið talin. Þá munaði tæpum 20.000 atkvæðum milli frambjóðendanna, eða um 0,8%. Demókratar geta því andað léttar, en flokksbróðir hans Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórastólnum í Virginíuríki til repúblikanans Glenn Youngkin í gær. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Murphys, enda New Jersey jafnan hneigst að demókrötum, en strangar aðgerðir hans í Covid-faraldrinum öfluðu honum lítilla vinsælda. Auk þess þykir fylgistap Joe Bidens forseta sýna veika stöðu demókrata á landsvísu. Niðurstaða kosninganna í gær ætti að hringja viðvörunarbjöllum fyrir demókrata í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á næsta ári. Mun útkoman úr umbótalögum Bidens sem liggja nú fyrir þinginu sennilega ráða miklu þar um. Eftir að tapið í Virginíu lá fyrir sagði Biden að ljóst væri að fólk sé ósátt og í óvissum en hann sór þó að halda sínu striki og berjast fyrir að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið. Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í gær, en svo mjótt var á munum að hann var ekki lýstur sigurvegari fyrr en í kvöld, þegar um 90% atkvæða höfðu verið talin. Þá munaði tæpum 20.000 atkvæðum milli frambjóðendanna, eða um 0,8%. Demókratar geta því andað léttar, en flokksbróðir hans Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórastólnum í Virginíuríki til repúblikanans Glenn Youngkin í gær. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Murphys, enda New Jersey jafnan hneigst að demókrötum, en strangar aðgerðir hans í Covid-faraldrinum öfluðu honum lítilla vinsælda. Auk þess þykir fylgistap Joe Bidens forseta sýna veika stöðu demókrata á landsvísu. Niðurstaða kosninganna í gær ætti að hringja viðvörunarbjöllum fyrir demókrata í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á næsta ári. Mun útkoman úr umbótalögum Bidens sem liggja nú fyrir þinginu sennilega ráða miklu þar um. Eftir að tapið í Virginíu lá fyrir sagði Biden að ljóst væri að fólk sé ósátt og í óvissum en hann sór þó að halda sínu striki og berjast fyrir að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.
Bandaríkin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira