Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 08:39 Áætlað er að um tvö þúsund byggingar hafi eyðilagst í eldgosinu sem hófst á La Palma þann 19. september síðastliðinn. AP/Emilio Morenatti Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur. Eldgosið hefur enn sem komið er eyðilagt meðal annars um tvö þúsund byggingar og fjölda stórra bananaekra. Frá því að eldgosið hófst þann 19. september síðastliðinn hafa um sjö þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku. Íbúi á La Palma, Cristina Vera, yfirgefur húsið sitt eftir að hafa fengið leyfi til að sækja einhverjar eigur sínar.AP/Emilio Morenatti Síðustu daga hefur nokkur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til eyjarinnar til að berja eldgosið augum. Hafa yfirvöld á Kanaríeyjum takmarkað aðgengið á vegunum sem liggja að gosinu, en bjóða á sama tíma upp á ókeypis rútuferðir til að ferðamenn og heimamenn geti fylgst með umbrotunum úr öruggri fjarlægð. Krossar rétt standa upp úr öskunni sem fallið hefur á þennan kirkjugarð á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraun hefur flætt út í sjó og hafði um miðjan október skapað um 36 hektara nýs lands sem gerir það að verkum að framundan bíður kortagerðarmanna það verkefni að uppfæra landakort af eyjunni. Að neðan má sjá nokkrar myndir ljósmyndarans Emilio Morenatti frá La Palma. Aska þekur borð, stóla og jörð við ströndina skammt frá eldfjallinu.AP/Emilio Morenatti Mikill fjöldi bananaekra á La Palma hafa eyðilagst í hamförunum.AP/Emilio Morenatti Íbúi yfirgefur húsið sitt sem er á kafi í ösku.AP/Emilio Morenatti Gosið hefur staðið í um sex vikur.AP/Emilio Morenatti Spænskir hermenn vinna að því að fjarlægja ösku af þökum húsa.AP/Emilio Morenatti Náttúran minnir á sig.AP/Emilio Morenatti Landslagið hefur umturnast á hluta La Palma vegna eldsumbrotanna.AP/Emilio Morenatti Loftmynd af húsi sem þakið er ösku á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraunið hlífir engu sem á vegi þess verður.AP/Emilio Morenatti Inngangur leikskóla á La Palma.AP/Emilio Morenatti Nokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að berja eldgosið augum.AP/Emilio Morenatti Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Ljósmyndun Spánn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Eldgosið hefur enn sem komið er eyðilagt meðal annars um tvö þúsund byggingar og fjölda stórra bananaekra. Frá því að eldgosið hófst þann 19. september síðastliðinn hafa um sjö þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku. Íbúi á La Palma, Cristina Vera, yfirgefur húsið sitt eftir að hafa fengið leyfi til að sækja einhverjar eigur sínar.AP/Emilio Morenatti Síðustu daga hefur nokkur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til eyjarinnar til að berja eldgosið augum. Hafa yfirvöld á Kanaríeyjum takmarkað aðgengið á vegunum sem liggja að gosinu, en bjóða á sama tíma upp á ókeypis rútuferðir til að ferðamenn og heimamenn geti fylgst með umbrotunum úr öruggri fjarlægð. Krossar rétt standa upp úr öskunni sem fallið hefur á þennan kirkjugarð á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraun hefur flætt út í sjó og hafði um miðjan október skapað um 36 hektara nýs lands sem gerir það að verkum að framundan bíður kortagerðarmanna það verkefni að uppfæra landakort af eyjunni. Að neðan má sjá nokkrar myndir ljósmyndarans Emilio Morenatti frá La Palma. Aska þekur borð, stóla og jörð við ströndina skammt frá eldfjallinu.AP/Emilio Morenatti Mikill fjöldi bananaekra á La Palma hafa eyðilagst í hamförunum.AP/Emilio Morenatti Íbúi yfirgefur húsið sitt sem er á kafi í ösku.AP/Emilio Morenatti Gosið hefur staðið í um sex vikur.AP/Emilio Morenatti Spænskir hermenn vinna að því að fjarlægja ösku af þökum húsa.AP/Emilio Morenatti Náttúran minnir á sig.AP/Emilio Morenatti Landslagið hefur umturnast á hluta La Palma vegna eldsumbrotanna.AP/Emilio Morenatti Loftmynd af húsi sem þakið er ösku á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraunið hlífir engu sem á vegi þess verður.AP/Emilio Morenatti Inngangur leikskóla á La Palma.AP/Emilio Morenatti Nokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að berja eldgosið augum.AP/Emilio Morenatti
Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Ljósmyndun Spánn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira