Erlent

Tekur við borgar­stjóra­stólnum af Bill DeBlasio

Atli Ísleifsson skrifar
Eric Adams hefur síðustu ár gegnt embætti forseta hverfisstjórnarinnar í Brooklyn, einum af fimm borgarhlutum New York borgar.
Eric Adams hefur síðustu ár gegnt embætti forseta hverfisstjórnarinnar í Brooklyn, einum af fimm borgarhlutum New York borgar. AP

Demókratinn Eric Adams vann líkt og búist var við sigur í kosningum um nýjan borgarstjóra New York borgar. AP segir hann hafa haft betur gegn frambjóðenda Repúblikana, Curtis Silwa og muni því taka við embættinu af Bill DeBlasio sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014.

Hinn 61 árs gamli Adams er fyrrverandi lögreglustjóri og hefur síðustu ár farið með embætti forseti hverfisstjórnarinnar í Brooklyn, einu af fimm borgarhlutum New York.

Adams starfaði innan lögreglunnar í 22 ár og átti þátt í að stofna sérstök samtök fyrir svarta lögreglumenn. Hann sneri sér svo að stjórnmálum, gekk til liðs við Demókrata, en síðar Repúblikana í fjögur ár, áður en hann fór aftur að starfa fyrir Demókrata.

New York borg er mikið vígi Demókrata og var því ekki mikil spenna um hver myndi hafa betur í nótt, en frambjóðandi Repúblikana, Curtis Silwa, er stofnandi Guardian Angels, óvopnaðs eftirlitshóps sem þekkur er fyrir rauðar húfur liðsmanna sinna.

Öllu meiri spenna var í forvali Demókrata sem fram fór síðasta sumar og þar sem Adams var kjörinn til að verða frambjóðandi Demókrata í kosningunum sem framundan voru. Þar hafði hann betur gegn Kathryn Garcia, fyrrverandi yfirmanni sorphreinsunarmála í New York.

Adams verður annar svarti maðurinn til til að gegna embætti borgarstjóra New York. Fyrstur var David Dinkins sem var borgarstjóri á árunum 1990 til 1993.

Adams tekur við embættinu um áramótin, en hann hefur heitið því að berjast gegn glæpum í borginni en skotárásum og öðrum glæpum hefur fjölgað mikið í borginni síðustu ár.


Tengdar fréttir

Allar líkur á ó­væntum sigri Repúblikana í vígi Demó­krata

Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin.

Allar líkur á ó­væntum sigri Repúblikana í vígi Demó­krata

Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×