Innlent

Bjarni telur nýja ríkis­stjórn verða myndaða í næstu viku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bjarni segir nýja stjórn munu setja mark sitt á fjárlagafrumvarp næsta árs.
Bjarni segir nýja stjórn munu setja mark sitt á fjárlagafrumvarp næsta árs. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að ný ríkisstjórn verði mynduð í næstu viku. Viðræðum hafi miðað vel.

„Við þurfum að nýta helgina vel og dagana þar í framhaldinu og þá trúi ég að þetta fari að klárast,“ hefur Fréttablaðið eftir Bjarna.

Enn sem komið er hafi ekki aðrir komið að viðræðunum nema formenn flokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. 

Bjarni segir að ný stjórn muni setja mark sitt á fjárlagafrumvarp næsta árs. Hann bendir á að fyrir fjórum árum hafi fjárlagafrumvarp verið lagt fram 14. desember og samþykkt 30. desember.

 „Auðvitað eru möguleikar nýrrar stjórnar til að setja mark sitt á þetta fjárlagafrumvarp takmarkaðir en það þýðir ekki að við ætlum ekki að gera það. Við munum auðvitað setja mark okkar á það og taka ábyrgð á því.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.