Innlent

Skora á stjórnar­flokkana að taka á mál­efnum bráða­mót­tökunnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Frá bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands skorar á formenn stjórnarflokkanna að taka á málefnum bráðamóttöku Landspítalans í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira fjármagn þurfi til að tryggja nauðsynlega mönnun og rétt flæði innan spítalans til framtíðar.

Heilbrigðisstéttir á Landspítalanum hafa lýst áhyggjum af því sem þeir telja neyðarástand á bráðamóttöku spítalans undanfarin misseri. Hópur sjúkraliða sem starfar á bráðamóttökunni birti opið ákall til stjórnvalda í gær þar sem hann lýsti starfsumhverfi sem hann sagði að enginn starfsmaður ætti að þurfa að starfa við. Öryggi sjúklinga og velferð væri stefnt í hættu.

Í ályktun frá stjórn Sjúkraliðafélags Íslands þar sem hún skorar á stjórnarflokkannna að taka á málinu í dag segir að sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk sé sammála um að ástandið á bráðamóttökunni sé óboðlegt.

Almenningur á Íslandi vilji að gripið verði til aðgerða vegna bráðamóttökunnar og allir stjórnmálaflokkar landsins hafi talað fyrir þeim.

„Þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum er rík ástæða til að bregðast við, annars verður sjúklingum áfram stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans því þar ríkir neyðarástand. Nú er nóg komið!“ segir í ályktun félagsins.


Tengdar fréttir

„Fólk bara gefst upp“

Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.