Segir síðustu átján mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 17:45 Loksins þandi Alfreð netmöskvana um liðna helgi. Það var kominn dágóður tími síðan það gerðist síðast. Roland Krivec/Getty Images Framherjinn Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 610 daga. Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira