Segir síðustu átján mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 17:45 Loksins þandi Alfreð netmöskvana um liðna helgi. Það var kominn dágóður tími síðan það gerðist síðast. Roland Krivec/Getty Images Framherjinn Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 610 daga. Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira
Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira