Innlent

„Allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 113 flutningum í gær.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 113 flutningum í gær. Vísir/Vilhelm

„Það eru allir orðnir þreyttir á Covid, líka við hjá SHS. Hérna eru allir starfsmenn prófaðir a.m.k. einu sinni í viku og allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið,“ segir í Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Tilefnið eru 26 Covid-flutningar dagsins í gær en flutningarnir hafa ekki verið fleiri frá 27. ágúst. „Þeir eru því á uppleið því miður,“ segir í færslunni.

Þar segir einnig að sjúkraflutningamenn séu með grímu og hanska í öllum útköllum og eftir atvikum heilgalla og gleraugu eða andlitshlíf.

„Við, eins og margar aðrar stéttir, höfum sett lífið okkar svolítið á bið þar sem að við höfum ekki geta leyft okkur allt sem okkur langar til. Það gerum við að virðingu við starfsemina sem fer hér fram, vinnufélaga, skjólstæðinga og aðra,“ segir í færslunni.

„Við fórum í 26 Covid flutninga í gær, það hafa ekki verið farnir svo margir Covid flutningar síðan 27.ágúst. Þeir eru því á uppleið því miður.

„Þetta er hundleiðinlegt“ eins og Víðir sagði en við verðum öll að leggjast á eitt til að stoppa þetta. Við gátum þetta með sameiginlegu átaki og við getum það aftur.

Hlíðum bara Víði og co, þá gengur þetta.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.