Innlent

Ekið á gangandi veg­faranda á gatna­mótum Grens­ás­vegar og Miklu­brautar

Árni Sæberg skrifar
Sjúkrabíll er á vettvangi.
Sjúkrabíll er á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar rétt í þessu. 

Starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir slysið og segir sjúkrabíl vera á vettvangi.

Hann segir að svo virðist sem slysið sé ekki alvarlegt og að vegfarandinn sé með meðvitund. Ekki sé þó hægt að útiloka meiðsli.

Að sögn sjónarvottar virðist hafa verið um hjólreiðamann að ræða en í kerfi slökkviliðsins er aðeins skráð slys á gangandi vegfaranda. Því er ekki unnt að staðfesta framburðinn að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.