Fertugur Zlatan kom Milan á bragðið gegn góðvini sínum Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 22:00 Zlatan fagnar marki sínu í kvöld. UEFA Zlatan Ibrahimović skoraði fyrra mark AC Milan í 2-0 sigri liðsins á Roma í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Þá vann topplið Napoli 1-0 útisigur á Salernitana þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira