Fótbolti

Xavi einbeitir sér að Al Sadd þrátt fyrir að vera bendlaður við Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Xavi Hernández einbeitir sér að starfi sínu sem knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar.
Xavi Hernández einbeitir sér að starfi sínu sem knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar. Getty/Simon Holmes

Knattspyrnufélagið Al Sadd í Katar segir að þjálfari liðsins, Xavi, sé með fulla einbeitingu á starfi sínu þrátt fyrir að vera bendlaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá sínu gamla félagi, Barcelona.

Joan Laporta, forseti Barcelona, staðfesti það í gær að hann hafi verið í sambandi við Xavi, en vildi ekki gefa upp hvort að Xavi myndi taka við liðinu eftir að Ronald Koeman var látinn fara síðastliðinn miðvikudag.

Eins og áður segir er Xavi þjálfari Al Sadd í Katar og liðið sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í gærkvöldi þar sem kom meðal annars fram að avi sé samningsbundinn liðinu, og að hann sé með fulla einbeitingu á komandi leiki.

Al Sadd situr um þessar mundir á toppi deildarinnar í Katar með þriggja stiga forskot eftir sjö umferðir. Liðið er ríkjandi meistari þar í landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×