Xavi er sagður efstur á blaði hjá Barcelona og á leið í viðræður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 10:01 Xavi Hernandez átti magnaðan feril sem leikmaður Barcelona. EPA/MARCUS BRANDT Ronald Koeman er ekki lengur þjálfari Barcelona eftir þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum í gær. Leit stendur yfir af eftirmanni hans. Eitt nafn er efst á blaði sem fyrr. Lokaleikur Hollendingsins var 1-0 tap á móti Rayo Vallecano en nokkrum dögum fyrr hafði Barcelona tapað á heimavelli á móti Real Madrid í El Clasico. Barcelona hefur verið eitt eftirsóttasta félagið fyrir þjálfara undanfarin ár en ástandið innan klúbbsins núna er þó ekki mjög heillandi eftir óstjórn á síðustu árum og mikil fjárhagsvandræði í dag. Það er þó einn maður sem hefur verið orðaður við starfið í langan tíma og það er Barcelona goðsögnin Xavi Hernandez. Nafn Xavi er enn á ný efst á blaði. There s no announcement in place yet for Koeman replacement at Barcelona. It s gonna take few hours while negotiations are ongoing for Xavi to leave Al Sadd & become the new manager. #FCB #XaviOther candidates for Barça job also know Xavi is the favourite, as things stand. pic.twitter.com/1LaHsGkNDc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2021 Skúbbarinn Fabrizio Romano segir að Xavi hafi áhuga á starfinu en að Barcelona sé bara rétt að byrja að kanna stöðu hans hjá Al Sadd í Katar. Heimildir ESPN herma að Barcelona muni hefja viðræður við Xavi á morgun föstudag um að gerast næsti þjálfari liðsins. Næstu þrír leikir eru á móti Alaves, Dynamo Kiev og Celta Vigo en einhver annar þjálfari mun stjórna liðinu tímabundið í þeim. Koeman skilur við Barcelona í níunda sæti í spænsku deildinni og í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni með markatöluna 1-3 og aðeins einn sigur í þremur leikjum. Xavi Hernandez er fyrrum fyrirliði Barcelona og spilaði 767 opinbera leiki fyrir félagið sem var met þar til að Lionel Messi sló það. Xavi varð átta sinnum spænskur meistari með félaginu og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Xavi has now won 7 trophies in two years as Al Sadd manager pic.twitter.com/ZfzjoVQu26— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Xavi er 41 árs og hefur verið að þjálfa lið Al Sadd í Katar með ágætum árangri. Það er hans eina þjálfarreynsla og þar tók hann við liðinu eftir að hafa spilað með því áður. Xavi hefur gert Al Sadd einu sinni að katörskum meisturum og tvisvar að bikarmeisturum. Alls hefur hann unnið sjö titla sem þjálfari félagsins á tveimur árum. Xavi er ekki bara einn besti leikmaðurinn í sögu Barcelona heldur einn besti miðjumaður sögunnar. Hann spilaði í sautján ár hjá Barcelona og kom upp í gegnum La Masia unglingastarf félagsins. Ef einhver getur grafið upp gömlu Barcelona ræturnar og fundið uppskriftina sem gekk svo vel í hans tíð þá er það örugglega hann. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Lokaleikur Hollendingsins var 1-0 tap á móti Rayo Vallecano en nokkrum dögum fyrr hafði Barcelona tapað á heimavelli á móti Real Madrid í El Clasico. Barcelona hefur verið eitt eftirsóttasta félagið fyrir þjálfara undanfarin ár en ástandið innan klúbbsins núna er þó ekki mjög heillandi eftir óstjórn á síðustu árum og mikil fjárhagsvandræði í dag. Það er þó einn maður sem hefur verið orðaður við starfið í langan tíma og það er Barcelona goðsögnin Xavi Hernandez. Nafn Xavi er enn á ný efst á blaði. There s no announcement in place yet for Koeman replacement at Barcelona. It s gonna take few hours while negotiations are ongoing for Xavi to leave Al Sadd & become the new manager. #FCB #XaviOther candidates for Barça job also know Xavi is the favourite, as things stand. pic.twitter.com/1LaHsGkNDc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2021 Skúbbarinn Fabrizio Romano segir að Xavi hafi áhuga á starfinu en að Barcelona sé bara rétt að byrja að kanna stöðu hans hjá Al Sadd í Katar. Heimildir ESPN herma að Barcelona muni hefja viðræður við Xavi á morgun föstudag um að gerast næsti þjálfari liðsins. Næstu þrír leikir eru á móti Alaves, Dynamo Kiev og Celta Vigo en einhver annar þjálfari mun stjórna liðinu tímabundið í þeim. Koeman skilur við Barcelona í níunda sæti í spænsku deildinni og í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni með markatöluna 1-3 og aðeins einn sigur í þremur leikjum. Xavi Hernandez er fyrrum fyrirliði Barcelona og spilaði 767 opinbera leiki fyrir félagið sem var met þar til að Lionel Messi sló það. Xavi varð átta sinnum spænskur meistari með félaginu og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Xavi has now won 7 trophies in two years as Al Sadd manager pic.twitter.com/ZfzjoVQu26— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Xavi er 41 árs og hefur verið að þjálfa lið Al Sadd í Katar með ágætum árangri. Það er hans eina þjálfarreynsla og þar tók hann við liðinu eftir að hafa spilað með því áður. Xavi hefur gert Al Sadd einu sinni að katörskum meisturum og tvisvar að bikarmeisturum. Alls hefur hann unnið sjö titla sem þjálfari félagsins á tveimur árum. Xavi er ekki bara einn besti leikmaðurinn í sögu Barcelona heldur einn besti miðjumaður sögunnar. Hann spilaði í sautján ár hjá Barcelona og kom upp í gegnum La Masia unglingastarf félagsins. Ef einhver getur grafið upp gömlu Barcelona ræturnar og fundið uppskriftina sem gekk svo vel í hans tíð þá er það örugglega hann.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira